*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 20. maí 2013 08:10

Tetzchner stofnar annað félag á Íslandi

Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi Opera, stofnað sitt annað félag um fjárfestingar hér á landi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jón von Tetzchner, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, hefur stofnað annað fjárfestingarfélag hér á landi. Um er að ræða félagið Vivaldi Ísland ehf. en félagið er dótturfélag fjárfestingarfélagsins Vivaldi Invest AS sem skráð er í Noregi. Jón er sjálfur formaður stjórnar félagsins.

Móðurfélagið í Noregi skilaði 100 milljóna króna hagnaði samkvæmt ársreikningi þess fyrir árið 2012. Það samsvarar um tveimur milljörðum íslenskra króna. Ráðgert var að greiða út 20 milljónir norskra króna, rúmar 400 milljónir íslenskra króna, í arð vegna reksturs ársins 2012.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.