*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 5. ágúst 2020 17:29

Teva og Alvotech í samstarf

Ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva til­kynnti í dag um sam­starf­samn­ing við ís­lenska lyfja­fyr­ir­tækið Al­votech.

Ritstjórn
Robert Wessman, stofnandi Alvotech.
Aðsend mynd

Ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva til­kynnti í dag um sam­starf­samn­ing við ís­lenska lyfja­fyr­ir­tækið Al­votech. Ætla fyr­ir­tæk­in að vinna í sam­ein­ingu að þróun líf­tækni­lyfja í Banda­ríkj­un­um. Frá þessu er greint á mbl.is.

Með sam­vinn­unni eru von­ir bundn­ar við að fyr­ir­tæk­in nái for­ystu á markaði líf­tækni­lyfja. Í til­kynn­ing­unni seg­ir enn frem­ur að lyf­in sem unnið verður að séu fimm tals­ins. 

Haft er eft­ir Ró­berti Wessman, stofn­anda Al­votech, að verk­efnið sé gríðarlegt ánægju­efni. „Við segj­um stolt frá þess­ari sam­vinnu okk­ar með Teva, sem er ætlað að hraða þróun nýrra líf­tækni­lyfja fyr­ir banda­rísk­an markað. Þetta er ekki ein­ung­is stór stund fyr­ir geir­ann held­ur einnig fyr­ir Al­votech þar sem við höld­um áfram að sam­eina krafta okk­ar með leiðandi fyr­ir­tækj­um um heim all­an.“

Teva er gríðarlega stórt lyfja­fyr­ir­tæki sem fram­leiðir rétt um 3.500 mis­mun­andi lyf. Um 200 millj­ón­ir manna nota lyf fyr­ir­tæk­is­ins á degi hverj­um.