Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að segja upp 25% af öllum starfsmönnum sínum eða um 14.000 manns á næstu árum til þess að rétta rekstur félagsins af. Auk þess verður hætt við arðgreiðslur og verskmiðjum og rannsóknarstofum lokað að því er kemur fram á Wall Street Journal.

Teva er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum en félagið hefur mætt aukinni samkeppni að undanförnu og verð á lyfjum hefur lækkað. Kare Schultz, forstjóri Teva, segir að félagið sé að taka afgerandi skref til þess að draga úr kostnaði til þess að starfsemi þess verði áfram arðbær

Félagið reiknar með að kostnaðurinn við endurskipulagninguna en hann er að bróðurhluta fólgin í greiðslum vegna uppsagnarfrests starfsmanna. Þá mun félagið hætta sölu á ákveðnum lyfjum og breyta verðum.

Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um fjárhagserfiðleika Teva en félagið sagði í ágúst að það myndi segja upp 7.000 starfsmönnum fyrir lok árs.