Lyfjafyrirtækið Teva er sagt vera í langt komnum viðræðum um kaup á Allergan, móðurfélagi Actavis á Íslandi. NY Times greinir frá því að kaupverðið sé metið á um 45 milljarða bandaríkjadala. Tilkynningar um söluna gæti verið að vænta á morgun, ef viðræður ganga eftir.

Kaup á Allergan myndi samkvæmt frétt NY Times styrkja stöðu Teva á markaði en fyrirtækið er eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, með höfuðstöðvar í Ísrael. Með kaupunum á Actavis myndi Teva hætta að reyna að taka yfir samkeppnisaðila sinn Mylan, en það fyrirtæki hefur verið að reyna að taka yfir lyfjafyrirtækið Perrigo.

Teva og Allergan eiga einn sameiginlegan þráð, Sig­urður Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­heita­lyfja­sviðs Teva, var for­stjóri Acta­vis þangað til á síðasta ári.