Von er á stórum hópi fulltrúa frá bandaríska fjárfestingasjóðnum Texas Pacific Group og ráðgjöfum og lögræðingum frá Goldman Sachs síðar í dag en Texas Pacific Group fjárfestingasjóðurinn hefur áhuga á að gera tilboð í skuldir Baugs í Bretlandi.

Þeir munu funda með íslenskum aðilum, sem koma að málinu, strax í dag.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru forsvarsmenn Texas Pacific Group fullvissir um að þeir geti lagt fram betra tilboð í skuldir Baugs en Philip Green hefur gert og sem væri hagstæðra fyrir íslensk yfirvöld.

Með 20 milljarða dala á lausu

Texas Pacific Group er einn af þremur stærstu einkafjárfestingasjóður í heiminum með um 60 milljarða dala í sjóðum sínum og aflaði sér nýlega 20 milljarða dala í fjármögnun þrátt fyrir erfiða tímam og stendur því afar sterkt fjárhagslega, svo ekki sé meira sagt.

Texas Pacific Group hefur langa reynslu af fjárfestingum í smásölugeiranum og keyptu meðal annars Debenhams í Bretlandi sem sjóðurinn keypti og skráði síðan á markað og á nú um 14% hlut í.