Texti af laginu Like a Rolling Stone handskrifaður af skáldinu sjálfu Bob Dylan seldist á uppboði fyrir meira en tvær milljónir dollara eða um það bil 230 milljónir íslenskra króna á Sotheby's uppboði.

Handskrifaði laga­text­inn er eina þekkta eintakið af lokaútgáfu lagatextans. Hann inni­held­ur krot og yf­ir­strikuð orð sem gef­ur inn­sýn í skap­andi ferli söngv­ar­ans við texta­smíðarn­ar.

Sölu­upp­hæðina sló heims­met í sölu á vin­sæl­um laga­texta. Fyrra heimsmet far slegið árið 2010 þegar aðdáandi keypti laga­texta John Lennons fyrir lagið A Day in the Life á 1,2 millj­ón­ir banda­ríkja­doll­ara, eða sem nemur 130 milljónum íslenskra króna.