„Teymi fagnar þessari rannsókn samkeppniseftirlitsins þannig að eyða megi allri óvissu um lögmæti aðgerða fyrirtækisins og dótturfélaga þess,“ segir Dóra Sif Tynes, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Teymis í samtali við Viðskiptablaðið.

Eins og greint var frá rétt áðan hefur samkeppniseftirlitið hafið húsleit á starfsstöð Teymis og dótturfélaga þess, Og fjarskipta ehf og IP fjarskipta ehf.

Dóra Sif segir að verið sé að rannsaka hvort fyrirtækið eða dótturfélög hafi brotið samkeppnislög en vildi segja nánar frá rannsókninni. Ekki fengust heldur nánari upplýsingar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem veitti Samkeppniseftirlitinu heimild til húsleitarinnar.