Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til 13 lykilstarfsmanna samstæðunnar, segir í tilkynningu.

Rétthöfum er heimilt að nýta þriðjung kaupréttar á hverju ári í þrjú ár og er fyrsta innlausn í desember 2007. Rétturinn er á genginu 4,45 krónur á hlut sem er meðalgengi síðustu 10 daga. Samtals gaf stjórnin út kauprétti fyrir 175 milljónir hluta.

Kaupréttir veittir stjórnendum í félaginu eru eftirfarandi:

Nafn innherja: Árni Pétur Jónsson
Tengsl innherja við félagið: Forstjóri Teymis hf. og Og fjarskipta ehf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 80.000.000 hlutir
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Ólafur Þór Jóhannesson
Tengsl innherja við félagið: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis hf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 20.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Bjarni Birgisson
Tengsl innherja við félagið: Framkvæmdastjóri Kögunar ehf.
Fjöldi hluta skv. kauprétti: 10.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0