Undir lok annars ársfjórðungs  ákvað Teymi [ TEYMI ] að nýta sér myntbreytingarheimild í lánasamningi og myntbreyta 5 milljörðum króna yfir í erlendar myntir til þess að lækka vaxtabyrði félagsins. Af vaxtaberandi skuldum í lok júní 2008 voru 37% í erlendum myntum, 19% verðtryggðar íslenskar krónur og 44% óverðtryggðar íslenskar krónur, samkvæmt upplýsingum úr uppgjörsgögnum.

Stórum hluta erlenda lánasafnsins var myntbreytt á fyrsta ársfjórðungi í því skyni að takmarka áhættu samstæðunnar.

Hrein fjármagnsgjöld Teymis námu 7,4 milljörðum króna á fyrri árshelmingi 2008. Gengistap af erlendum langtímaskuldum nam 5,3 milljörðum króna á tímabilinu.

Stefnt er að afskráningu Teymis úr Kauphöll Íslands.