Eigið fé samstæðunnar Teymis var neikvætt um 25 milljarða króna um síðustu áramót og heildarskuldir nema um 43 milljörðum króna en verðmæti eigna er að hámarki 19 milljarðar króna.

Félagið leitar nú nauðasamninga við helstu lánardrottna og telur að það geti staðið undir 13,6 milljarða skuldsetningu.

Teymi leitar nú nauðasamninga sem miða við 75 til 80% eftirgjöf skulda. Undir samstæðuna heyra 9 félög með yfir 1.000 starfsmenn og veltu upp á 25 milljarða króna. Um er að ræða mörg af þekktustu félögum landsins og miða nauðasamningarnir við að kröfuhafar eignist samstæðuna.

Þar er Nýi Landsbankinn (NIB) langfyrirferðarmestur en skuldir við hann eru ríflega 24 milljarðar króna og miðar nauðasamningafrumvarpið við að hann eignist 57% í samstæðunni.

Nánar er fjallað um málið í ítarlegri úttekt í Viðskiptablaðinu.