*

mánudagur, 24. júní 2019
Fólk 23. október 2016 18:22

Þá voru góð ráð dýr

Reynir Ingi Árnason útskrifaðist sem hagfræðingur árið 2009 en starfar nú sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Reynir Ingi Árnason hefur verið ráðinn sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus ráðgjafaskrifstofu.

„Meðal annars aðstoðum við fyrirtæki við mótun og innleiðingu stefnu, en til þess erum við með frábær verkfæri og ferla til að þjappa öllu fyrirtækinu á bak við stefnu fyrirtækisins. Oft þegar rætt er við starfsfólk í fyrirtækjum kemur í ljós að þau hafa í raun litla hugmynd um hver hún er,“ segir Reynir.

,,Þetta tryggir að öll skilaboð verða auðveldari milli deilda, allir eru í raun látnir bera ábyrgð í þessu ferli, og þar með þjappar það fólki betur á bak við stefnumótunina sjálfa. Það er forrit á bakvið þetta, sem heldur utan um framgang þeirra verkefna sem verið er að vinna að.“

Reynir er með meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

„Á milli þess sem ég var í B.Sc og mastersnáminu, þá starfaði ég hjá Nóa Siríus, á sölu og markaðssviði en það var ekki auðvelt að útskrifast sem hagfræðingur árið 2009,“ segir Reynir og hlær.

,,Þá voru góð ráð dýr og erfitt var að fá vinnu, en ég var heppinn og fékk vinnu á góðum stað sem kenndi mér margt. Á þeim tímapunkti var ég búinn að eignast barn og hafði ekki möguleika á að fara beint í framhaldsnám.“

Saman í nám

Kona Reynis er Rebekka Ólafsdóttir hagfræðingur. ,,Ég og konan mín fórum sem sagt í sama námið, en það er rosalega gott að fara í nám til Danmerkur, ég get ekki kvartað undan því sem tveggja barna faðir, segir Reynir.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is