Íslendingum hefur reitt betur af en á horfðist eftir fjármálakreppuna sem skall á fyrir þremur árum en með því að styðja ekki við gömlu bankana þegar þeir fóru á hliðina og hafa krónuna ekki tengda við evru. Þetta segir Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008.

Hagfræðingurinn Paul Krugman
Hagfræðingurinn Paul Krugman
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Krugman, sem sérhæfir sig í svokallaðri kreppuhagfræði, segir í tveimur færslum á vefsvæði sínu hjá bandaríska stórblaðsins New York Times að hann sé um þessar mundir að undirbúa sig fyrir ráðstefnu stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kreppuna, efnahagsbatann hér og þau viðfangsefni sem enn bíða úrlausnar. Af þeim sökum hafi hann ákveðið að skoða stöðu efnahagslífsins hér og bera hana saman við önnur lönd þar sem fjármálageirinn fór offari.

Krugman segir tvennt skýra það að Ísland standi betur en önnur lönd. Í fyrsta lagi hafi stjórnvöld neitað að ábyrgjast skuldir sem stjórnendur bankanna höfðu safnað. Í öðru lagi megi skrifa betri stöðu hér á gengishrunið. Hann tekur sem dæmi Íra, Letta og Eista sem ýmist hafi tekið upp evru eða tengt gjaldmiðla sína við hana. Þar hafi evran reynst þjóðunum fjötur um fót á meðan samkeppnishæfni batnaði hér við gengishrun. Það hefur svo skilað sér í því að atvinnuleysi hér er mun minna en í hinum löndunum, í kringum 8,0% á öðrum ársfjórðungi miðað við 13% og meira í hinum löndunum þremur.

Hér má lesa færslur Krugmans.