Don Thompson, framkvæmdastjóra skyndabitakeðjunnar McDonald's, hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í tvö og hálft ár. BBC News greinir frá málinu.

Þegar hefur verið gengið frá ráðningu á eftirmanni hans, en Steve Easterbrook mun taka við stöðunni í marsmánuði. Hann er frá Bretlandi og verður fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem ekki kemur frá Bandaríkjunum.

„Það er erfitt að segja bless við McFjölskylduna,“ sagði Thompson, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið síðustu 25 ár, í yfirlýsingu um málið.

Skyndibitakeðjan hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Dróst þannig hagnaður hennar saman um fimmtung á síðasta ársfjórðungi þegar hann nam 1,1 milljarði dala.

Var það fimmti ársfjórðungurinn í röð sem sölutölur fyrirtækisins drógust saman.