„Það eru allar skrautfjaðrir af okkur teknar," segir Bjarni Kr. Grímsson, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju í Fréttablaðinu í dag. Hann segir þetta vera þar sem mikill niðurskurður hafi verið nauðsynlegur og að kirkjustarfið snúist nú bara um það nauðsynlegasta á borð við guðsþjónustu.

Í blaðinu í dag upplýsir formaður sóknarnefndarinnar einnig að kirkjan fær sömu krónutölu í í tekjur frá ríkinu og árið 2006 auk þess sem verðtryggð lán vegna kirkjubyggingar hafi hækkað um 150 milljónir eftir hrunið 2008. Kirkjan skuldar nú um 600 milljónir og er þar með skuldugasta kirkjan hér á landi. Yfir helmingur tekna fer í afborganir og vexti.