Það var margt um manninn á fundi í Hörpu á þriðjudaginn þar sem fjallað var um fjölbreytni í stjórnum. Eggert Guðmundsson, forstjóri hjá N1, bar saman kvótakerfi í sjávarútvegi og kynjakvóta. Hann sagði að ef ástæðurnar fyrir þessum aðgerðum gleymdust og menn áttuðu sig ekki á hvers vegna þetta væri gert gæti það endað með veiðigjaldi á konur.

Hann sagði að með kynjakvóta væri hægt að þvinga fram breytingar og jafnvægi gæti náðst með nýjum kynjahlutföllum. FKA, VÍ, SA, Opni háskólinn, Deloitte, Íslandsbanki og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir fundinum.

Jónína Bjartmarz og Hreggviður Jónsson voru fyrstu ræðumenn. Margrét Sanders hjá Deloitte fjallaði um nauðsyn þess að nýta mannauðinn og sagði kynjakvótaregluna vera óþarfa. Marianne Økland lauk fundinum með ræðu um áhrif kvenna í stjórnum og ræddi meðal annars um rétt fataval hjá konum sem vilja hafa áhrif. Rætt er nánar við Marianne í Vb Sjónvarpi .