Kostnaður við að tvöfalda hringveginn, 2+2 vegur er á milli 150 og 200 milljarða króna. Kostnaður við gerð 2+1 vegar kostar hins vegar 100 til 130 milljarðar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Björgvins G. Sigurssonar til innanríkisráðherra.

Í kostnaðaráætlun er miðað við óbreytta legu vegarins og að núverandi vegur sé fullgerður, sem er þó ekki alltaf raunin. Horft er framhjá dýrum framkvæmdum eins og gerð brúar yfir Ölfusá, vegar um Horna­fjarðar­fljót, brúar yfir Lagar­fljót og Jökulsá á Fjöllum. Einnig er litið framhjá jarðgöngum um Almannaskarð og undir Hvalfjörð. Einnig er sérstaklega tekið fram að um einungis sé um rökstudda ágiskun að ræða, en nákvæmari kostnaðaráætlun kalli á tímafreka og kostnaðarsama rannsókn sem hefði lítið hagnýtt gildi. Einnig eru tölurnar lágmarkstölur þar sem ekki er gert ráð fyrir tvöföldum einbreiðra brúa sem alfarið þyrfti að endurgera í tvöfaldri breidd.