Gert er ráð fyrir að fjórði ársfjórðungur hjá Vodafone verði lakari en sá þriðji í greiningu IFS Greiningar. Félagið hagnaðist um 415 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir lokafjórðung síðasta árs ekki hafa verið góðan en óvíst er hvort slíkt eigi við um lokafjórðunginn í ár.

VB Sjónvarp ræddi við Ómar eftir uppgjörsfund félagsins í morgun.