Volkswagen birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem beðist er afsökunar á hugbúnaði sem fannst í bílum Volkswagen. Nafn umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, Hekla, kemur hvergi fram í auglýsingunni.

Í auglýsingunni segir að „það sem skiptir okkur mestu máli hefur orðið fyrir skaða; traust ykkar.“ Volkswagen lofar einnig að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa úr vanda allra sem hafa orðið fyrir skaða.

Einnig er bent á vefslóð á vegum Volkswagen á Íslandi þar sem eigendur bíla frá Volkswagen, þ.m.t. Skoda og Audi, geta slegið inn verksmiðjunúmer bílsins og komist að því hvort að málið snerti bílinn þeirra.