*

mánudagur, 18. janúar 2021
Erlent 19. október 2020 16:43

Þær stærstu liggi óhreyfðar næstu 2 ár

Qatar Airways gerir ráð fyrir að Airbus A380 breiðþotur félagsins muni liggja óhreyfðar á jörðu niðri a.m.k. næstu tvö árin.

Ritstjórn
epa

Flugfélagið Qatar Airways gerir ráð fyrir að allar tíu Airbus A380 breiðþotur félagsins muni liggja óhreyfðar á jörðu niðri næstu tvö árin og jafnvel lengur. Sökudólgurinn er kórónuveirufaraldurinn sem hefur nær þurrkað út eftirspurn eftir flugferðum. Upphaflega höfðu áætlanir félagsins gert ráð fyrir að umræddar vélar, sem eru stærstu farþegaþotur veraldar, myndu snúa aftur í loftið á næsta ári, að því er Reuters greinir frá.

Hið ríkisrekna flugfélag hefur lýst því yfir að breiðþoturnar muni ekki snúa aftur fyrr en farþegatölur ná svipuðum hæðum og í fyrra, er allt lék í lyndi.

Áætlanir flugfélagsins hafa um nokkurt skeið verið á þann veg að Airbus A380 vélarnar muni smátt og smátt verða kippt út úr flugvélaflota félagsins frá og með árinu 2024.