„Svona ákvarðanir eru ekki teknar á einni nóttu,“ segir Ásthildur Otharsdóttir, sem nýverið tók við stjórnarformennsku hjá Marel í kjölfar forstjóraskipta hjá fyrirtækinu. Hún segir í samtali við Viðskiptablaðið mikinn árangur hafa náðst í stjórnartíð Theo Hoen. Hann hafi leitt sameiningu Marel og Stork Food Systems og gegn mikilvægu hlutverki í sögu þess síðarnefnda í 28 ár.

„Hann á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt til vaxtar og velgengni Marel. Hins vegar er ljóst að undanfarið hefur félagið ekki verið að ná rekstrarmarkmiðum sínum og á slíkum tímum er mikilvægt og nauðsynlegt að það séu uppbyggilegar samræður á milli stjórnar og framkvæmdastjórnar. Við teljum að það megi gera betur og að hægt sé að aðlaga enn frekar framkvæmd að stefnu félagsins,“ segir hún.

Spurð að því hvort stefna fyrirtækisins muni breytast með forstjóraskiptunum segir Ásthildur hana í meginatriðum vera óbreytta.

„Félagið mun halda áfram að starfa í sínum lykiliðnaði: kjúklingi, kjöti, fiski og fullvinnslu. Þessi starfsemi er svo studd af þjónustu og söluneti á alþjóðavísu og mun vera það áfram. Að sama skapi er ljóst að það eru miklir möguleikar til að gera betur á ýmsum sviðum,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .