Uppsett afl allra virkjana landsins er um 2.750 megavött (MW) samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Ef leggja á sæstreng til Evrópu og koma til móts við ýtrustu þarfir kísilverksmiðja og nýs álvers í Skagabyggð þarf að auka framleiðsluna um 1.100 megavött eða 40%.

Ef öll kísilverin fjögur (Silicor Materials, PCC, United Silicon og Thorsil) verða byggð verður samanlögð orkuþörf þeirra 259 MW á næstu þremur árum. Ef framtíðaráform PCC á Bakka, United Silicon og Thorsil verða að veruleika þá bætast við 244 MW við og samanlögð orkuþörf kísilverana því komin í 503 MW. Ef álver verður byggt í Skagabyggð bætast 206 Mw við og samanlögð orkuþörf þessara fimm verkefna því komin í 747 MW. Miðað við uppsett afl allra virkjana landsins í dag þarf að auka raforkuframleiðslu um 25 til 30% ef mæta á þessari þörf. Þess má geta að uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW.

Kísilverksmiðjur orkuþörf
Kísilverksmiðjur orkuþörf
Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um sæstreng milli Íslands og Bretlands er gert ráð fyrir að reisa þyrfti virkjanir til að framleiða 3 teravattstundir af rafmagni á ári vegna verkefnisins. Ef skila ætti því rafmagni með jöfnum afköstum þyrfti afl nýrra virkjana að vera að minnsta kosti um 350 megavött.

Samanlögð raforkuþörf stjóriðjuverkefnanna fimm og sæstrengs nemur því rétt tæpum 1.100 megavöttum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .