*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 23. nóvember 2012 16:14

Þarf að endurgreiða 1,7 milljarða

Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, þarf að endurgreiða lán sem hann fékk til hlutabréfakaupa.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Birgir Ísl. Gunnarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, þarf að greiða þrotabúi BGE Eignarhaldsfélags tæpa 1,7 milljarða króna vegna láns sem hann fékk hjá félaginu til kaupa á hlutabréfum í Baugi. Kaupþing lánaði BGE Eignarhaldsfélagi fjármagn sem félagið lánaði svo starfsmönnum Baugs til að kaupa hlutabréfin. Engar eignir voru inni í BGE Eignarhaldsfélagi. 

Tólf starfsmenn og stjórnendur Baugs stofnuðu félagið utan um hlutafjáreign sína í Baugi var stofnað síðla árs 2003. Í lok árs 2007 námu lánveitingar BGE Eignarhaldsfélags til starfsmanna Baugs 3,4 milljörðum króna. Lánin voru fjármögnuð með lánum frá Kaupþingi og veitt gegn veðum í bréfunum sjálfur.

Stærstu hluthafarnir í BGE Eignarhaldsfélagi voru Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Baugs, Gunnar, Stefán Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baugs. Lán til þeirra námu á sínum tíma 1,4 milljörðum króna.