Ríkissjóður þarf að endurgreiða Vífilfelli um 80 milljónir króna sem fyrirtækið hafði greitt vegna brota á samkeppnislögum, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun. Með dóminum var felldur úr gildi úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá árinu 2011. Samkeppniseftirlitið hafði áður sagt Vífilfell hafa brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningsins og taldi það fyrirtækið eiga að greiða 260 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði sektargreiðsluna niður í 80 milljónir króna.

Samkeppniseftirlitið hafði talið Vífilfell hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og þrýst á að viðskiptavinir hefðu tiltekið hillupláss undir vörur Vífilfells.

Lögmaður ríkissjóðs og Samkeppniseftirlitsins sagði í samtali við VB.is ekki búið að ákveða hvort dómi héraðsdóms verði áfrýjað.