*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 30. maí 2013 14:01

Þarf að fara yfir forsendur dómsins

Ólafur Þ. Hauksson segir ekki við mörg fordæmi að styðjast í Exista-málinu. Þetta er fyrsta málið sem hann sækir sem sérstakur saksóknari.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

„Við þurfum að fara yfir forsendur dómsins til að sjá á hverju er byggt. Það eru ekki mörg fordæmi við að styðjast,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, um dómsniðurstöðu í máli embættis hans gegn þeim Lýð Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, og lögmanninum Bjarnfreði Ólafssyni. Lýður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til greiðslu tveggja milljóna króna sektar vegna brota á hlutafélagalögum í tengslum við hlutafjárhækkun Exista síðla árs 2008. Bjarnfreður var sýknaður.

Ólafur sagði í samtali við vb.is nokkrum mínútum eftir að dómur féll að ekki liggi fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. Ákvörðun um það er í höndum ríkissaksóknara. 

Þetta var fyrsti dómurinn sem fellur í máli sem Ólafur sækir fyrir embætti sérstaks saksóknara. Hann er saksóknari í tveimur öðrum málum í dómskerfinu. Hitt er Aurum-málið svokallaða.