Verðmæti samskiptamiðilsins Facebook er talið nema allt frá 75 -100 milljörðum dala. Samkvæmt skráningarlýsingu vegna fyrirhugaðs hlutabréfaútboðs og skráningar í kauphöll kemur fram að Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook gerði kaupréttarsamning við félagið árið 2005. Hann á rúmlega 28% hlut í félaginu .

Ef verðmæti Facebook verður eins og fyrr segir nemur hagnaðurinn af kaupréttinum 4,5 - 6 milljarðar dala. Af þeirri fjárhæð þarf Zuckerberg að greiða 35% tekjuskatt til alríkisins. Þess utan þarf hann að greiða rúmlega 10% til Kaliforníufylkis en getur dregið þá fjárhæð frá alríkisskattinum.

Zuckerberg gæti því þurft að greiða 1,5-2 milljarða dala í tekjuskatt. Það gerir litla 185-250 milljarða íslenskra króna.

Þá vaknar sú spurning hvort tölvugúrúið sé ekki yngsti skattakóngur í Bandaríkjunum. Það mun ekki koma í ljós þar sem bandarísk skattyfirvöld, ólíkt íslenskum yfirvöldum, gefa út lista yfir þá sem greiða hæstu skattana í landi tækifæranna.

Facebook landakort
Facebook landakort
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)