Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Magnus Carl Lejdstrom, fyrrverandi yfirmann Kaupþings, til að endurgreiða Arion banka rúmlega 254 milljónir króna sem hann fékk lánaðar hjá Kaupþingi á árunum 2005 og 2007 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Trygging fyrir endurgreiðslu lánanna voru hlutabréfin sjálf.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að Lejdstrom fékk um 118 miljónir króna að láni í desember árið 2005 og 11,8 milljónir sænskra króna, um 230 milljónir króna á gengi dagsins,  tveimur árum síðar. Lejdstrom var í 10% persónulegri ábyrgð fyrir fyrra láninu en með allt seinna lánið á herðum sínum. Endurgreiðslan tekur mið af því, samkvæmt dómi héraðsdóms.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur .