*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 7. nóvember 2011 15:51

Þarf að greiða milljarðalán til baka

Félagið Ice Capital hefur verið dæmt til að greiða Arion banka 3,7 milljarða myntkörfulán í sömu myntum og lánið var tekið í.

Ritstjórn
Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion Banka. Viðskiptavinur forvera bankans hefur verið dæmdur til að greiða milljarða lán til baka.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ice Capital, áður fjárfestingafélagið Sund, til að greiða Arion banka tæpa 3,7 milljarða króna í íslenskum krónum og fjórum öðrum gjaldmiðlum vegna vanefnda á lánasamningum. Lánið veitti Kaupþing Búnaðarbanki árið 2006. Lánið var greitt út í einni greiðslu árið 2006 og átti að endurgreiðar tveimur árum síðar. Lánið féll á gjalddaga um miðjan október árið 2008.

Lánið var veitt í fimm gjaldmiðlum í tengslum við eignastýringu Sunds hjá bankanum og fjármunirnir lagði inn á gjadleyrisreikninga sem stofnaðir höfðu verið í tengslum við lántökuna.

Lögmaður Sunds byggði sýknukröfu sína á því að hann félagið hafi aldrei undirgengist að greiða bankanum milljarðana þrjá í íslenskum krónum og rétt tvöfalt hærri upphæð í erlendri mynt. Hækkun á höfuðstól lánsins stafi af tengingu þess við fimm erlenda gjaldmiðla, eins og rakið er í dómsskjölum.

Í dómsorði segir að Ice Capital skuldi greiða bankanum 1.736.375.000 íslenskar krónur, 3.739.264 evrur, 403.878.720 japönsk jen, 7.325.674 svissneska franka, 1.270.158 bresk pund, 7.046.118 Bandaríkjadollara ásamt dráttarvöxtum. Innborganir á lánið dragast frá.

Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur

Stikkorð: Arion bank Ice Capital Sund