Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ice Capital, áður fjárfestingafélagið Sund, til að greiða Arion banka tæpa 3,7 milljarða króna í íslenskum krónum og fjórum öðrum gjaldmiðlum vegna vanefnda á lánasamningum. Lánið veitti Kaupþing Búnaðarbanki árið 2006. Lánið var greitt út í einni greiðslu árið 2006 og átti að endurgreiðar tveimur árum síðar. Lánið féll á gjalddaga um miðjan október árið 2008.

Lánið var veitt í fimm gjaldmiðlum í tengslum við eignastýringu Sunds hjá bankanum og fjármunirnir lagði inn á gjadleyrisreikninga sem stofnaðir höfðu verið í tengslum við lántökuna.

Lögmaður Sunds byggði sýknukröfu sína á því að hann félagið hafi aldrei undirgengist að greiða bankanum milljarðana þrjá í íslenskum krónum og rétt tvöfalt hærri upphæð í erlendri mynt. Hækkun á höfuðstól lánsins stafi af tengingu þess við fimm erlenda gjaldmiðla, eins og rakið er í dómsskjölum.

Í dómsorði segir að Ice Capital skuldi greiða bankanum 1.736.375.000 íslenskar krónur, 3.739.264 evrur, 403.878.720 japönsk jen, 7.325.674 svissneska franka, 1.270.158 bresk pund, 7.046.118 Bandaríkjadollara ásamt dráttarvöxtum. Innborganir á lánið dragast frá.

Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur