Samherji vinnu að þróun þess verkefnis að geta ýmist kominn með fiskinn blóðgaðan í kælitönkum, ísaðan í körum eða lifandi í tönkum að landi. Hjörvar Kristjánsson, skipaverkfræðingur og verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja,  segir að nú verði farið yfir ýmis atriði sem þarf að laga og þróa betur. Hjörvar segir að um frumherjaverkefni sé að ræða og eðlilega hafi ýmislegt komið í ljós í prufutúrunum.

Til dæmis hafi ekki gengið alveg hnökralaust að stýra dælingunni og það hafi einna helst helgast af því of stórum skömmtum hafi verið dælt hverju sinni. Ýmis önnur atriði þurfi að yfirfara en allt miði verkefnið þó í rétta átt.

Lifandi fiskur langtíma markmiðið

Samherji keypti uppsjávarskipið Chieftain af írskri útgerð og lét breyta því fyrir veiðar á bolfisk með það að markmiði meðal annars að geta komið með lifandi fisk að landi til að jafna sveiflur í veiðum, sem óhjákvæmilega verða vegna veðurfars og gæfta, og sveiflur á markaði vegna breytinga sem verða í eftirspurn. Skipið var lengt úr 45 metrum í 55 metra hjá Karstensens á Jótlandi og bætt við hefðbundinni fiskilest og vinnsludekki.

Hjörvar segir að skipið hafi ekki verið í rekstri í nokkurn tíma og áhöfnin sé jafnframt að læra inn á skipið og nýjar aðferðir við það að taka aflann um borð og meðhöndla hann. Í þessum prufutúrum hefur öllum fiski verið slátrað um borð en langtíma markmiðið er sem fyrr að finna út leiðir til að koma með hann lifandi að landi.

„Við höfum séð hvernig Norðmenn hafa notað þessa aðferð til þess að jafna í raun mun stærri sveiflur í veiðum en við þurfum að glíma við. Hér er þorskveiðin mun jafnari yfir allt árið en þó verða sveiflur, til að mynda út af veðri. En svo eru sveiflur í hinn endann, það er að segja í eftirspurn úti á markaðnum. Að geyma fiskinn lifandi skapar tækifæri til að jafna sveiflur jafnt í veiðum og á markaði,“ segir Hjörvar.

Hjörvar undirstrikar að um tilraun sé að ræða. Samherji sé þess þó fullviss að framtíð bolfiskveiða sé á þessum nótum. Fyrirtækið er að leggja töluverða fjármuni undir sem undirstrikar þá trú sem það hefur á verkefninu.

Hann segir að með því að ganga frá afla lifandi í tanka, eða blóðgaðan/slægðan í RSW tanka, skapist vinnuhagræði.  Eins er breytt fyrirkomulag á löndun, þar sem afla er einfaldlega dælt í land.