Lykilatriði í áætlun stjórnvalda við afléttingu gjaldeyrishafta ætti að vera að draga úr væntingum tengdum afnámi þeirra. Í því skyni þurfi að gæta þess að gefa ekki ítarlegar upplýsingar um tímasetningar einstakra aðgerða í þágu afnáms hafta. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 28. september 2012. Sem dæmi nefnir sjóðurinn að í lögum ætti hvergi að vera hægt að finna da g s e tning a r sem segi fyrir um afnám hafta.

Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabankanum mun tilgangurinn með þessu vera sá að skapa ekki væntingar meðal aflandskrónueigenda sem sé svo ekki hægt að uppfylla, til dæmis vegna þess að aðstæður hafi breyst.

Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir jafnframt að slíkt fyrirkomulag tryggi frekar að aflandskrónueigendur hafi hvata af því að höftin séu afnumin sem fyrst. Biðin á ekki að vera þægileg og lengri bið þarf að vera þeim óhagstæð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .