Hver er þín skoðun á umhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi?

„Það dýrmætasta fyrir nýsköpunargeirann er annars vegar þekking af hálfu frumkvöðla sem hafa farið í gegnum allt ferlið sem fylgir því að koma vörum á markað, og hins vegar eru tækifæri til að skapa rekstarumhverfi sem er hvetjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Þekkingin hefur verið að vaxa síðustu ár, og við sjáum stöðuga fjölgun á fólki sem hefur reynslu á þessu sviði. Það flækir auðvitað málin að heimurinn breytist hratt í dag og því getur frumkvöðlareynsla orðið úrelt eftir skamman tíma.

En fyrir utan reynslu og uppsafnaða þekkingu sem nýtist komandi frumkvöðlum þá eru mikil verðmæti fyrir Ísland falin í að búa til gott rekstrarumhverfi fyrir nýsköpun. Frumkvöðlar eins og Hjálmar Gíslason, Ragnheiður Magnúsdóttir, og Kristinn Hróbjartsson hafa verið dugleg að markaðssetja gögn til staðfestingar verðmætasköpuninni, sem sýna svart á hvítu hvað fjárfesting í nýsköpun skilar sér vel til baka. Það veldur vitundarvakningu og ég fagna því t.d. að nýsköpunarráðherra hafi nú nýlega lagt fram nýsköpunaráætlun Íslands til ársins 2030. Stefna yfirvalda er að það borgi sig að fjárfesta í nýsköpun. Uppbygging síðustu ára er farin að skila sér, og ég held að í framhaldinu munum við sjá veldisvísisvöxt í verðmætum tengdri nýsköpun á Íslandi," segir Stefanía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Avo, en hún er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Nánar er rætt við Stefaníu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .