Margaret Thatcher, sem gegndi stöðu forsætisráðherra í Bretlandi frá árinu 1979 til 1990, hefur verið valinn áhrifamesta kona síðustu 200 ára í breskri könnun.  Reuters greinir frá þessu.

Thatcher, sem lést fyrir tæpum þremur árum,  var bæði dáð en líka umdeild í heimalandi sínu ekki síst fyrir harða stefnu gegn verkalýðsfélögum, einkavæðingarstefnu og Falklandseyja-stríðið. Hún var og er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Bretlandi og leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í þrennum kosningum í röð.

Um 28 prósent Breta telja Thatcher áhrifamestu konuna. Í öpru sæti var Marie Curie með 24% og þar á eftir Elísa­bet II drottning með 18% og Díana prinsessa með 17%. Athygli vekur að þriðjungur karla valdi Thatcher áhrifamestu konuna en einungis fjórðungur kvenna.

Kven­rétt­inda­kon­an Em­mel­ine Pankhurst í fimmta sæti og móðir Teresa í því sjötta. Þá kom breska hjúkr­un­ar­kon­an Florence Nig­ht­ingal, Vikt­oría Breta­drottn­ing og banda­ríska mann­rétt­inda­kon­an Rosa Parks. Banda­ríska sjón­varps­kon­an Oprah Win­frey var í tí­unda sæti.