*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 4. janúar 2019 14:27

„Þau verðmæti eru nú horfin”

Gjaldþrot Primera Travel Group eru stjórn félagsins gríðarleg vonbrigði.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson, eigandi Travelco.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gjaldþrot Primera Travel Group eru gríðarleg vonbrigði samkvæmt tilkynningu frá stjórn félagsins. Félagið hefur verið lýst gjaldþrota, ásamt félaginu PA Holding sem átti 84% í Primera Air, og PI ehf., líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær.

Stjórnin óskaði eftir gjaldþrotaskiptum félagsins þann 23. desember. „Eftir að rekstur Primera Air stöðvaðist, var ljóst að allt eigið fé félagsins hafði þurkkast út, en félagið átti stórar kröfur á Primera Air og var jafnframt með ábyrgðir og hafði greitt fyrirframgreiðslur vegna fluga sem aldrei voru flogin. Að auki átti félagið víkjandi lán á félagið, frá fyrri árum sem átti að breyta í hlutafé á árinu, sem tapaðist einnig og tapaði félagið yfir 5 milljörðum á þroti Primera Air og er stærsti kröfuhafi félagsins,” segir í tilkynningu stjórnarinnar. Í kjölfar gjaldþrots Primera Air voru ferðaskrifstofur samstæðunnar færðar í nýtt félag undir nafninu Travelco.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Í maí á síðasta ári, var félagið endurfjármagnað og nýtt hlutafé greitt inn af eiganda félagsins að upphæð 1,3 milljarðar króna, og var félagið með sterkan efnahagsreikning og tilbúið til frekari uppbyggingar. Þau verðmæti eru nú horfin. Mestu vonbrigðin eru auðvitað þau, að tjónið hjá bæði Primera Air og Primera Travel Group er margfalt hærra, en sú brúarfjármögnun sem félagið þurfti til að komast í gegnum veturinn, sem var með tryggingu í samning við Boeing á sölu nýrra flugvéla, en félagið fékk á endanum ekki stuðning hjá viðskiptabanka sínum,” segir í tilkynningunni, en Arion banki var viðskiptabanki Primera samstæðunnar.

„Þann 1.október var ljóst að þúsundir farþega yrðu strandaglópar um allan heim, þar sem ferðaskrifstofur Primera Travel Group áttu ekki fjármuni til að greiða fyrir flug í staðinn fyrir þau flug sem greidd höfðu verið til Primera Air. Þá var lagt inn nýtt hlutafé inní nýtt eignarhaldsfélag, Travelco, til að greiða fyrir þau flug, laun og hótelskuldbindingar, og teknar yfir skuldir vegna þessarra ferðaskrifstofa við Arion banka. Ef það hefði ekki verið gert þann dag hefðu öll þau félög hætt starfsemi þann dag og misst rekstrarleyfi sín,” segir í tilkynningunni.

„Frá 2008, eftir hrun, hafði Primera Travel Group greitt Arion banka yfir 13 milljarða í afborganir og vexti, en félagið var eitt fárra félaga sem fékk engar niðurfærslur á lánum sínum við bankann eftir hrun við yfirfærslu lána úr Kaupþingi.”

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is