„Það er allt á réttri leið hjá okkur,“ segi Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari. Íris og maðurinn hennar, Bandaríkjamaðurinn Lucas Keller kokkur, stefna á að opna veitingastaðinn The Coocoo´s Nest í gömlu verbúðunum í Grandagarði nú í lok mánaðarins.

Hún segir að þeim hjónum finnist sérstaklega gaman að taka þátt í uppbyggingunni sem er á svæðinu. „Við erum meira og minna að hanna allt sjálf en erum með gott fólk sem hjálpar okkur,“ segir Íris Ann. „Mikil hugsun og vinna fer í hverja einustu spýtu og hönnun sem fer inn hjá okkur og við vonumst til að það eigi eftir að skila sér í fallegu og notalegu umhverfi fyrir gestina okkar.“

Íris Ann segir mikla áherslu lagða á flotta hádegisverði, girnileg panini og brunch eins og hann gerist bestur í San Francisco: „The Coocoo´s Nest er Californian Deli með ítölsku ívafi. Ef einhverjir eru í vafa um hvernig matur það er þá verða þeir bara að kíkja í heimsókn eftir að við opnum,“ segir Íris Ann.