Árið 2010 voru fjórir tíundu þjóðarinnar með neikvætt eigið fé, en í árslok 2015 voru tveir tíundu hlutar þjóðarinnar með neikvætt eigið fé. Þriðja tíundin komst ekki í jákvæða eiginfjárstöðu fyrr en í fyrra.

Á tímabilinu 2010 til 2015 hefur hagur fjórðu tíundarinnar vænkast mest hlutfallslega. Hún var með neikvæða eiginfjárstöðu um 613 milljónir króna árið 2010, en var komin í jákvæða eiginfjárstöðu upp á 6,1 milljarð í fyrra. Hlutfallslega hefur eiginfjárstaða tíunda hlutarins, þ.e.a.s. þess hluta þjóðarinnar sem mest eigið fé á, aukist minnst, eða um 39% á tímabilinu. Árið 2010 átti þessi hópur fólks um 86,4% af heildareiginfé landsmanna, en árið 2015 var hlutfallið komið í 63,7%.

Í krónum talið hefur hagur efnamestu tíundarinnar vænkast mest, en hlutfallslega hafa þeir komið betur út sem liggja á miðju rófsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .