Íslendingum sem kjósa til Alþingis frá útlöndum hefur fjölgað um 28,5% frá síðustu kosningum árið 2009. Þetta kom fram í kvöldfréttum stöðvar tvö. Þar sagði að nú séu 12.575 Íslendingar á kjörskrá sem búsettir séu utan landssteinanna en árið 2009 voru þeir 9.924.

Þetta jafngildir því að um 4,4% kjósenda séu búsettir utan Íslands og eru það til að mynda fleiri en búa í öllum Garðabæ. Af þessum brottflutta hópi kjósenda eru flestir á norðurlöndunum eða 9.099 kjósendur. Þar af er Noregur vinsælastur þar sem 3.560 kjósendur eru staðsettir. Í Bandríkjunum er að finna 1.074 kjósendur.