Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru líklegri til þess að fá sér pizzu heldur en þeir sem ekki styðja hana, samkvæmt niðurstöðum könnunar markaðsrannsóknarfyrirtækisins MMR . Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ríkisstjórnina sögðust 45% oftast kaupa sér pizzu, borið saman 39,6% þeirra sem ekki studdu stjórnina. Þeir voru líklegri til að kaupa sér sushi. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ekki ríkisstjórnina sögðust 7,1% oftast fá sér sushi, borið saman við 3,8% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.

MMR kannaði hvaða skyndibitamat Íslendingar sögðust oftast kaupa. Pizza vinsælasti skyndibitamaturinn á Íslandi. Karlar kaupa frekar hamborgara en konur, sem eru líklegir til að fá sér sushi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,5% þátttakenda í könnuninni oftast kaupa sér pizzu þegar þau keyptu skyndibitamat, 20,3% sögðust oftast kaupa hamborgara, 9,4% sögðust oftast kaupa Thailenskan, Ind- eða kínverskan mat, 6,1% sögðust oftast kaupa sushi og 10,8% sögðust oftast kaupa annan skyndibitamat. 10,9% sögðust ekki kaupa skyndibitamat.

Karlar velja hamborgara en konur sushi

Þá voru karlar mun líklegri til að velja hamborgara heldur en konur þegar að þeir fá sér skyndibita. Konur eru aftur á móti líklegri til að fá sér sushi en karlar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 28,3% karla oftast kaupa hamborgara þegar þeir keyptu sér skyndibitamat, borið saman við 12,1% kvenna. 8,9% kvenna sem tóku þátt sögðust oftast kaupa sér sushi, borið saman við 3,5% karla.

Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 19. júní 2013 og var heildarfjöldi svarenda 973 einstaklingar, 20 ára og eldri.