Íslandsstofa, í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York, stendur nú eftir skamma stund fyrir kynningarfundi um lífvísindi á Íslandi. Markmið fundarins ku vera að auka vitund erlendra fjárfesta og fyrirtækja um greinina hér á landi; fyrirtæki, rannsóknir og fjárfestingu, og það viðskipta- og rannsóknaumhverfi sem hér er.

Fundurinn fer fram á vefnum nú kl. 16.00-18.30 að íslenskum tíma og samanstendur af framsögum innlendra og erlendra sérfræðinga og fjárfestakynningum fimm vaxtarfyrirtækja.

Viðburðurinn er öllum opinn og geta áhugasamir fylgst með fundinum í spilaranum hér að neðan: