Á dögunum hélt Deloitte fund fyrir þá sem sitja í endurskoð­unarnefndum þar sem niðurstöð­ur könnunar þeirra á meðal voru kynntar. Þar kom meðal annars fram að langflestir meðlimir endurskoðunarnefnda sitja þar vegna stjórnarsetu sinnar í fyrirtækinu sem um ræðir, að flestir telji sérþekkingu sína felast í þekkingu á starfsemi einingarinnar frekar en sérþekkingu á endurskoðun, og að meirihluti svarenda telji að tilkoma endurskoðunarnefnda hafi aukið gegnsæi í fjármálum einingarinnar.

Sif Einarsdóttir, löggiltur endurskoðandi og eigandi hjá Deloitte, segir ekki koma á óvart að meirihluti svarenda segist sitja í endurskoðunarnefnd vegna þess að þeir sitji einnig í stjórn fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitið gaf á sínum tíma út umræðuskjal þar sem fram kom það mættu ekki vera of margir stjórnarmenn í endurskoðunarnefndum, en það umræðuskjal var dregið til baka.

Sif segir það vera ákveðið álitaefni hvort meðlimir endurskoð unarnefnda eigi einnig að sitja í stjórn fyrirtækisins. Hún hefur heyrt það frá fólki sem situr í nefndunum að þeir sem komi úr stjórn fyrirtækisins hafi verið þátttakendur í ákvörðunum stjórnar og þar af leiðandi geti skort á gagnrýna hugsun. Á hinn bóginn sé verðmætt þegar með­ limir endurskoðunarnefndar hafa þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og koma úr stjórn sem ber ábyrgð á innra eftirliti þess.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .