Apple og Samsung eru vinsælustu farsímaframleiðendur í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar í heiminum. Í Kína er þessu þó öfugt farið. Nokkur vörumerki hafa skotið þar upp kollinum sem eru þó alveg óþekkt annarsstaðar.

Þessi fyrirtæki kunna seinna meira að ógna stöðu Samsung og Apple á þessum markaði. Þessir framleiðendur vinna nú ötullega að því að búa til tæki sem hægt er að selja á lágu verði, efla tengslin við kínverska seljendur og að markaðssetja sig á netinu og á samfélagsmiðlum.

Raunar er kínverski markaðurinn svo stór hluti af alþjóðahagkerfinu að kínverskir framleiðendur sem hafa góða stöðu þar en eru varla þekktir annarsstaðar geta haft mjög mikla alheimsmarkaðshlutdeild. Það er til dæmis tilfellið með framleiðendurna Huawei og Lenovo sem hafa 5% alheimsmarkaðshlutdeild. Meira en LG farsímaframleiðandinn, Sony og Nokia. Yulong er með 4% markaðshlutdeild og er með jafnmikla alheimshlutdeild og fyrrnefndir framleiðendur.

Margar milljónir kínverskra farsímanotenda eru enn með gamaldags farsíma, það er ekki snjallsíma. Þess vegna skiptir svo miklu máli að ná góðri markaðsstöðu í Kína. Það er til svo mikils að vinna þegar almenningur í Kína uppfærir símana sína.

Wall Street Journal sagði frá.