Sem betur fer hefur reynslumikið fólk ekki gefið Ísland upp á bátinn þótt margt vinni gegn því.

Þeir sem voru áberandi fyrir hrun leynast víða hér á landi þótt margir séu búsettir erlendis. Það má ekki gleyma að þetta er fólkið sem á að hafa lært af reynslunni.

Í vikunni kom í ljós að félagið Jöká ehf. væri meðal stærstu hluthafa í Tryggingamiðstöðinni eftir að 60% hlutafjár var selt til nýrra fjárfesta. Jöká eignaðist 4,6% samkvæmt nýju yfirliti og eru hluthafarnir 117.

Í stjórn Jöká sameina hæfileikamenn krafta sína. Þar eru til dæmis Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi Kaupþingsstjóri í London, og Örvar Kærnested sem var hjá FL Group. Formaður stjórnar er Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Moli Hugins & Munins birtist í Viðskiptablaðinu 13. desember 2012. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.