Einn þekktasti mannréttindalögfræðingur í Kína, Pu Zhiqiang, var í gær dæmdur til þriggja ára skilorðsbundið fangelsi í tengslum við gagnrýni á stjórnvöld. Auk dómsins verður honum bannað að starfa við lögmennsku.

Pu var ákærður fyrir að að hvetja til hat­ursorðræðu og efna til óspekta en hann var handtekinn í maí á síðasta ári og réttað var yfir honum í desember 2014. Pu er þekktasti mannréttindalögfræðingurinn sem hefur verið handtekinn í átaki stjórnvalda til að þakka niður mótmæli á stjórnvöld í landinu, og á forseta landsins, Xi Jinping.