Theodór Sölvi Blöndal hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum hjá Íslenskum verðbréfum. Íslensk verðbréf voru stofnuð árið 1987 og eru með um 125 milljarða kr. í virkri stýringu fyrir viðskiptavini sína.

Theódór Sölvi hefur lokið mastersnámi í fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá Imperial College London. Samhliða námi starfaði Theódór Sölvi hjá líftæknifyrirtækinu Genís og hjá Landsbankanum.

Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann lauk B.Sc í fjármálaverkfræði.

ÍV Sérhæfðar fjárfestingar aðstoða viðskiptavini sína við að finna hentug fjárfestingartækifæri og veita ráðgjöf á umbreytingartímum þar sem virðisaukandi breytingum á fyrirtækjum er hrint í framkvæmd.