Þeir sem mótmæltu afhendingu gagna úr húsleitum sérstaks saksóknara í Banque Havilland og á fleiri stöðum eru einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir bankahrun, helstu stjórnendur bankans og vildarviðskiptavinir hans auk Banque Havilland og Pillar Securitisation.

Um er að ræða Ólaf Ólafsson og fjögur félög í hans eigu, Hreiðar Má Sigurðsson (fyrrum forstjóra Kaupþings), Sigurð Einarsson (fyrrum starfandi stjórnarformann Kaupþings), Skúla Þorvaldsson, Egil Ágústsson og viðskiptafélaga hans, Einar Bjarna Sigurðsson. Þetta kemur fram í málsskjölum frá dómstólum Lúxemborg. Viðskiptablaðið hefur frá því í byrjun janúar unnið að því að fá umrædd skjöl afhent. Blaðið hefur þau nú undir höndum. Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð. Viðskiptablaðið er selt í lausasölu í þessum verslunum.