Beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannins á Húsavík verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september.  Meirihluti landeigeinda innheimti um tíma gjaldi inn á hverasvæðið austan Námaskarðs og við Leirhnjúk eða allt þar til lögbannið var sett á. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í gær.

Landeigendur hafa tapað tugum milljóna vegna lögbannins að sögn Ólafs H. Jónssonar, talsmanns meirihluta landeigenda.

Minnhluti landeigenda þurfti að leggja fram tryggingu til að fá lögbannið samþykkt og telur Ólafur að stórir aðilar í ferðaþjónustu séu á bakvið málið allt saman

„Þetta er hið furðulegasta mál sem segir mér að þeir sem standa á bak við þetta eru stóru ferðaþjónustuaðilarnir sem hafa att litla landeigendafélaginu út í lögbann og tekið þátt í því að borga 40 milljónir," segir Ólafur í samtal við Fréttablaðið.

„Þetta eru stærstu ferðaþjónustuaðilarnir í innflutningi á skemmtiferðaskipum, stærstu rútubílafyrirtækin á Íslandi, hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsavík og bílaleigur, bætir hann við.

Ég er með heimildir fyrir því að ferðaþjónustuaðilar voru kallaðir á fund til Reykjavíkur til þess að safna peningum fyrir lögbannsupphæðinni. Þar á meðal eru þessir geirar. Það finnst mér alvarlegast í málinu út af því að þetta er einkahlutafélag.“