Forsvarsmenn tveggja rútufyrirtækja telja vegakerfi Íslands ábótavant. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Guðmundur Tyrfingsson, segir að starfsmenn fyrirtækisins finni mjög mikið fyrir því hversu illa er staðið að vegakerfinu. „Á köflum er þetta fyrir neðan allar hellur.“ Tekur hann einnig fram að það hafi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta er náttúrlega óboðlegt,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Björg Dan Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Trex, segir einnig að „upp hafa komið vandamál vegna ástands vega.“

Hún bætir einnig við að það sé vöntun á stefnumótun varðandi dreifingu umferðar, „það þarf markvisst að vinna að því að dreifa umferð. Fólk er að koma í annað og þriðja skiptið og vilja því sjá eitthvað annað.“ „Það má ekki allt bara vera Gullfoss og Geysir.“