*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 24. maí 2013 19:15

„Þetta er stíf dagskrá“

Þorsteinn Magnússon hefur skipulagt kynningu fyrir nýja þingmenn á Alþingi í 18 ár.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

„Þetta er stíf dagskrá sem stendur frá klukkan hálf tíu að morgni og fram til klukkan fjögur. Daginn eftir er farið með nýja þingmenn um húsakynni Alþingis,“ segir Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Hann heldur utan um kynningu fyrir þá 27 þingmenn sem eru að taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn eftir síðustu kosningar. Karlarnir eru fimmtán og konurnar tólf. Flestir nýliða eru úr röðum Framsóknarflokks eða tólf, átta koma inn fyrir Sjálfstæðisflokk, þrír frá Bjartri framtíða inn fyrir VG og tveir Píratar.

Kynningin fer fram í þingsal Alþingis á fimmtudag í næstu viku, þ.e. 30. maí næstkomandi, þar sem farið verður yfir skipulag Alþingis, þingstörfin, starfsaðstöðu, starfskjör Alþingismanna og þjónustu skrifstofunnar. Þorsteini telst til að á annan tug starfsmanna Alþingis komið að kynningunni með einhverjum hætti.

Skrifstofa Alþingis hóf að kynna störfin fyrir nýjum þingmönnum árið 1991 og hefur Þorsteinn komið að henni frá árinu 1995. Samhliða kynningunni fá nýir þingmenn bæklinginn Háttvirtur þingmaður, um 160 síðna rit sem kemur út eftir þingkosningar og ætlað er varamönnum og öðrum sem áhugasamir eru um störf þingsins. Bæklingurinn kemur nú út í sjöunda sinn.