„Það sem felst í þessu nýja starfi er að ná utanumhaldi um allar þessar miðlunarleiðir sem eru í boði hérna inni. Við erum með útvarpsstöð, við erum með myndlyklana, náttúrulega línulegu dagskrána og svo netið og öppin. Þarna eru ákveðin tækifæri fyrir einhvers konar „platform“ sölumennsku,“ segir Gunnar sem segist í rauninni vera að reyna að finna og setja upp kerfi í kringum það hvernig hægt sé að bjóða auglýsendum upp á að beina auglýsingum til sinna markhópa, í gegnum mismunandi miðla og tækjabúnað.

Gunnar hefur langa reynslu af því að samþætta mismunandi miðla í auglýsingasölu.

„Ég byrjaði í upphafi Fréttablaðsins, árið 2000, og var innan vébanda þeirra í talsvert langan tíma. Það var rosalegur skóli og mikill gösslaragangur að koma því upp á sínum tíma. Síðan þegar Frétt ehf. tók yfir Norðurljósin, þá opnaðist heill heimur af nýjum fjölmiðlum fyrir Fréttablaðsgengið að vinna með.“

Gunnar sótti auglýsinganám til Bandaríkjanna, en þar var hann fæddur og uppalinn til sex ára aldurs. „Ég var í University of Florida, náði mér í BS-gráðu í „advertising“, og lagði áherslu á markaðsmál,“ sagði Gunnar.

„Þetta var skemmtilegur tími, þetta er stór og flottur skóli, í raun viðurkenndasta auglýsinganámið sem ég fann í Bandaríkjunum, síðan var líka alveg gríðarlega öflugt PR prógram þar.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .