Apple mun greiða tónlistarmönnum 71,5% of tekjum Apple Music í Bandaríkjunum. Utan Bandaríkjanna mun hlutfallið vera eitthvað breytilegt en að meðaltali 73%. Þessu greinir Business Insider frá.

Óvíst er hversu háar tekjur tónlistarmenn munu fá á meðan á þriggja mánaða ókeypis reynslutímanum stendur því þá getur það ekki verið hlutfall af tekjum. Talið er að þeir munu hljóta greiðslur eftir spilun. Spotify greiðir milli 0,0006 og 0,0084 dollara fyrir hverja hlustun. The Guardian áætlaði að eftir að útgáfufélög hafa fengið sinn skarf fái tónlistarmenn einungis 0,001128 dollara fyrir hverja hlustun.

Hlutfallið sem tónlistarmenn hjá Apple Music munu fá eftir reynslutímann er einungis örlítið hærra en 70% sem er það sem samkeppnisaðilinn Spotify bíður.