*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 16. apríl 2018 09:57

„Þetta snýst um lélega pólitík“

Þingmaður VG vill ekki semja við einkafyrirtækið Klíníkina um aðgerðir þó séu þriðjungi ódýrari að mati framkvæmdastjórans.

Ritstjórn
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG segir varhugavert að semja við einkafyrirtæki í heilbrigðismálum, en hann starfaði sem bæjarfulltrúi í Kópavogi um árabil.
Haraldur Guðjónsson

Hjálmar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, sem framkvæmdir til að mynda liðskiptiaðgerðir, segir að Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar fjárhæðir ef samið væri við fyrirtækið að því er Fréttablaðið greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá um helgina er mikil aukning það sem af er ári meðal Íslendinga sem sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa Evrópu vegna endurgreiðsluheimilda sem samþykktar voru í byrjun sumars 2016.

Kostnaðurinn sem íslensk stjórnvöld þurfa að greiða til baka ef farið er í liðskiptiaðgerð til Svíþjóðar, er um 3 milljónir króna fyrir hverja aðgerð, ásamt uppihaldi, sem einnig nær til uppihalds eins aðstandanda. Hjá Klíníkinni myndi samsvarandi kostnaður hins vegar vera um 1 milljón króna, sem Hjálmar segir að sýni að það skorti pólítískan vilja að semja við fyrirtækið.

„Þetta snýst um lélega pólitík,“ segir Hjálmar en í febrúar voru 709 á biðlista eftir gervihlið í hné hér á ælandi og 385 eftir gervilið í mjöðm.„Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera.“

Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG í velferðarnefnd Alþingis og læknir, segir aftur á móti að það sé varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptiaðgerða. Segir hann rök fyrir því að hafa liðskiptiaðgerðir á færri stöðum frekar en fleiri vegna þess að biðlistar hafi styst, en nú eru slíkar aðgerðir gerðar á Akranesi og Akureyri auk Reykjavíkur af hinu opinbera.