Þingmönnum verður kynnt endurreisn og framtíðarfyrirkomulag sparisjóðanna í byrjun næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðuneytinu sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hafa verið unnið að málinu í ráðuneytinu og sé stutt í að niðurstaða liggi fyrir.

Það var Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti máls á því í morgun að Steingrímur gerði grein fyrir sparisjóðakerfinu eftir uppstokkun þess. Steingrímur svaraði því til að hann hafi fengið fyrirspurn um erindið með afar skömmum fyrirvara síðdegis í gær hvort hann geti rætt um framtíð sparisjóðanna. Hann þurfi tíma til að undirbúa sig. Óundirbúinn fyrirspurnartími sé, eins og felist í orðanna hljóðan, ekki vettvangurinn til að leggja fram slík gögn.

Gunnar Bragi lét þó ekki segjast, lagði frekari áherslu á mikilvægi málsins og sagði Steingrím reyna að koma sér hjá því að fjalla um sparisjóðina.

„Þetta þykir mér afskaplega Framsóknarlegt,“ svaraði Steingrímur. „Óundirbúnar fyrirspurnir eru til þess að báðir aðilar geti undirbúið sig. Ef einhver heldur að ég sé hræddur við Framsóknarflokkinn þá er það arfagamall misskilningur.“